Kortaveltan aldrei meiri

Velta er­lendra greiðslu­korta á Íslandi í janú­ar síðastliðnum var 3.007 millj­ón­ir króna og hafði þá aldrei verið jafn mik­il. Velt­an hef­ur farið stig­vax­andi ár frá ári sam­fara hraðri fjölg­un ferðamanna og hef­ur t.d. auk­ist um 54% síðan í janú­ar 2009 er hún var 1,95 millj­arðar.

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir að þetta megi lesa út úr nýj­um töl­um á vef Hag­stofu Íslands en sam­kvæmt þeim var velt­an 2,4 millj­arðar í janú­ar 2010 og 2,64 millj­arðar í janú­ar 2011. Aukn­ing­in síðan í fyrra er alls 372 millj­ón­ir króna sem þýðir 14% aukn­ingu í janú­ar milli ára.

Sé ein­göngu horft til janú­ar, fe­brú­ar og mars hef­ur velt­an í ein­stök­um mánuði mest farið í 3.473 millj­ón­ir í mars 2011 og var hún þá 20 millj­ón­um meiri en í sama mánuði árs­ins 2010, öðrum veltu­mesta mánuðinum.

Skal tekið fram að hér er ekki tekið til­lit til verðbólgu og eru töl­ur frá fyrri árum því ekki nú­virt­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert