Kosningasjóður Þóru stofnaður

Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands
Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands Ómar Óskarsson

Stofnaður hefur verið kosningasjóður til styrktar framboði Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands. Hámarksframlag í sjóðinn eru 400 þúsund krónur.

Þetta kemur fram á facebooksíðu framboðsins. Þar segir að ekki megi safna meiru en 33-35 milljónum króna og að ríkisendurskoðanda og þeim sem leggi fram 200 þúsund krónur eða meira verði sent bókhald yfir alla þá sem greiða í sjóðinn.

„Okkur Svavari verða ekki gefnar upplýsingar um hverjir það eru sem gefa fé, einungis hver staða sjóðsins er hverju sinni – hvort til séu peningar fyrir flugmiðum og kaffi. Sem fyrr segir verður þetta allt rekið af mikilli hófsemd og ekkert tekið að láni, við ætlum bara að eyða því sem kemur inn og ekki krónu meir. Ef það verður afgangur rennur hann til góðgerðarmála. (Ég hef það fyrir satt að það hafi gerst hjá Vigdísi Finnbogadóttur.) Margt smátt gerir eitt stórt,“ skrifar Þóra á facebooksíðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert