Stofna hollvinasamtök Elliðaárdals

Úti að hlaupa í Elliðaárdalnum.
Úti að hlaupa í Elliðaárdalnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðastliðið haust var haldinn fjölmennur íbúafundur um Elliðaárdalinn. Í framhaldi af þeim fundi boðar nú hópur áhugafólks um dalinn til stofnfundar Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi, fimmtudaginn 12. apríl og hefst kl. 20:00.

Nú þegar verið er að vinna aðalskipulag telur undirbúningshópurinn brýnt að unnendur dalsins taki höndum saman til að mynda sátt um ytri mörk svæðisins sem og byggingar, vegaframkvæmdir og önnur mannvirki innan og á mörkum þess. Sáttin verði byggð á sjónarmiðum náttúruverndar, útivistar og menningar, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert