Stofna hollvinasamtök Elliðaárdals

Úti að hlaupa í Elliðaárdalnum.
Úti að hlaupa í Elliðaárdalnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðastliðið haust var hald­inn fjöl­menn­ur íbúa­fund­ur um Elliðaár­dal­inn. Í fram­haldi af þeim fundi boðar nú hóp­ur áhuga­fólks um dal­inn til stofn­fund­ar Holl­vina­sam­taka Elliðaár­dals­ins.
Fund­ur­inn verður hald­inn í fé­lags­heim­ili Orku­veitu Reykja­vík­ur, Raf­stöðvarvegi, fimmtu­dag­inn 12. apríl og hefst kl. 20:00.

Nú þegar verið er að vinna aðal­skipu­lag tel­ur und­ir­bún­ings­hóp­ur­inn brýnt að unn­end­ur dals­ins taki hönd­um sam­an til að mynda sátt um ytri mörk svæðis­ins sem og bygg­ing­ar, vega­fram­kvæmd­ir og önn­ur mann­virki inn­an og á mörk­um þess. Sátt­in verði byggð á sjón­ar­miðum nátt­úru­vernd­ar, úti­vist­ar og menn­ing­ar, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka