Þrýstir á ESB að opna lykilkaflana

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn

„Mér finnst það óþolandi tilhugsun að samningskaflarnir sem varða stóru grundvallarhagsmunamálin okkar verði enn allir lokaðir þegar við förum að sigla inn í kosningar.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra um þá töf sem virðist ætla að verða á aðildarviðræðunum við ESB vegna makríldeilunnar. „Við verðum að knýja á um að þeir verði opnaðir þannig að við getum látið reyna á þá við samningaborðið og séum þá einhverju nær um það hvar við stöndum.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag bætir hann því við, að það mun skýrast á næstu vikum hvort frekari tafir verði á því að sjávarútvegskaflinn opnist og af hverju. „Ég held að það sé tilgangslaust að reyna frekari viðræður um makrílinn áður en þetta veiðitímabil hefst. Þannig að það eru væntanlega ekki vænlegar aðstæður til að taka upp þráðinn þar fyrr en með haustinu,“ segir Steingrímur sem boðar hörku ef íslenskum sjávarútvegi verður refsað vegna makríldeilunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert