Ekkert hret í kortunum

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ekki er út­lit fyr­ir að von sé á hreti á næst­unni að sögn Helgu Ívars­dótt­ur, veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is en eins og sjá mátti til að mynda á Esj­unni í morg­un snjóaði þar í nótt.

Helga seg­ir aðspurð að það spái frek­ar svölu veðri næstu daga á höfuðborg­ar­svæðinu en hins veg­ar verði úr­komu­lítið og frek­ar þurrt þannig að það sé ekk­ert í kort­un­um sem bendi til þess að bú­ast megi við hreti á næst­unni. Kald­ara yrði hins veg­ar norðan- og aust­an­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert