Hafa áhuga á orku frá Íslandi

Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands.
Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands. FAHAD SHADEED

Char­les Hendry, orku­málaráðherra Bret­lands, seg­ir að Bret­ar hafi áhuga að nýta sér raf­orku frá Íslandi. Þetta seg­ir hann í viðtali við vefút­gáfu Guar­di­an.

Hendry sagði í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn á breska þing­inu á síðasta ári að Bret­ar hefðu rætt þá hug­mynd við ís­lensk orku­fyr­ir­tæki að leggja neðan­sjáv­ar-raf­streng til þess að flytja jarðvarma­orku frá Íslandi til Bret­lands.

Raf­streng­ur­inn þyrfti að vera rúm­lega 1600 kíló­metr­ar að lengd, en aldrei hef­ur svo lang­ur raf­streng­ur verið lagður neðan­sjáv­ar.

Í viðtal­inu við Guar­di­an seg­ir Hendry að Bret­ar hafi átt al­var­leg­ar viðræður við ís­lensk stjórn­völd um þetta mál og þau séu áhuga­söm. Hann seg­ist hafa rætt við for­stjóra Lands­virkj­un­ar um þetta mál.

Í frétt Guar­di­an seg­ir að Bret­land hafi nán­ast alla tíð sé sjálft um að út­vega sér orku. Nú sé hins veg­ar Norður­sjávar­olí­an að verða búin. Bannað sé að nota kol til orku­fram­leiðslu og því þurfi landið að horfa til annarra landa til að tryggja sér næga orku í framtíðinni. Bret­ar hafa þegar tengt raf­orku­kerfi sitt við raf­orku­kerfi Frakk­lands, Hol­lands og Írlands með sæ­streng og fleiri teng­ing­ar eru í und­ir­bún­ingi.

Frétt Guar­di­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert