Miklar vorleysingar í ár

Vorleysingarnar eru nú í hámarki en eftir mikla þurrkatíð undanfarin ár var mikil úrkoma í vetur á Höfuðborgarsvæðinu en hún mældist um 475 mm sem er um 55% yfir meðallagi. Eftir mikinn snjóþunga í janúar og febrúar þar sem alhvítir dagar voru 53 tók snjóinn upp í febrúar- og marsmánuðum sem voru frekar snjóléttir en rigningin var þó þeim mun meiri.

Leysingarnar í ár eru því í stærra lagi sem sést vel á vatnafari í efri byggðum borgarinnar og við Rauðhóla þar sem tún eru á kafi í vatni og ár og vötn flæða reglulega yfir bakka sína. Vatnsmagnið í Hólmsá er t.a.m. þrefalt meira nú en það var í fyrra og rennslið í Elliðaám er um 9 rúmmetrar á sekúndu en er venjulega um 4-5 rúmmetrar á sekúndu. Eftir tiltölulega þurra tíð allt frá haustinu 2009 eru þetta því töluvert meiri leysingar en borgarbúar hafa séð undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert