Öngþveiti á Fjarðarheiði

Norræna við bryggju á Seyðisfirði.
Norræna við bryggju á Seyðisfirði. mbl.is

Um­ferðaröngþveiti myndaðist á Fjarðar­heiði um tíma í dag þegar bíl­ar voru að fara yfir heiðina í mik­illi hálku til að kom­ast í Nor­rænu. Stór flutn­inga­bíll með eft­ir­vagn (trailer) náði naum­lega að stöðva sig en hann stefndi á bíla sem voru fast­ir á heiðinni.

Björg­un­ar­sveit­in á Héraði og lög­regl­an hafa verið að aðstoða ferðamenn við að kom­ast yfir Fjarðar­heiði í ferj­una á Seyðis­firði í dag. Mik­il hálka var á heiðinni Eg­ilsstaðameg­in.

Jó­hann Guðbrands­son lög­reglumaður á Eg­ils­stöðum seg­ir að tveir sendi­bíl­ar hafi lokað heiðinni um tíma þar sem þeir komust ekki upp vegna hálk­unn­ar. Þá hafi út­lend­ing­ar á illa­bún­um bíl­um ekki kom­ist af stað eft­ir að þeir neydd­ust til að stöðva bíl­ana á hálum veg­in­um.

Jó­hann seg­ir að litlu hefði mátt muna að illa færi þegar flutn­inga­bíll­inn kom niður af heiðinni. Hann hefði neyðst til að stoppa þar sem hann komst ekki fram­hjá bíl­um sem voru stopp á heiðinni. Bíll hefði verið kom­inn þvers­um á veg­in­um þegar hann náði að stöðva sig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka