Ræðir um stöðuna í aðildarviðræðunum

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands vegna ESB-umsóknarinnar.
Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands vegna ESB-umsóknarinnar. mbl.is

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands vegna umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu, fjallar um stöðuna og framhaldið í aðildarviðræðunum á opnum fundi hjá Evrópustofu í dag klukkan 17:00.

„Nýverið lauk fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins þar sem fjórir samningskaflar voru opnaðir og tveimur lokað aftur til bráðabirgða. Þar með hafa 15 af 33 samningsköflum í aðildarviðræðunum verið opnaðir og tíu lokað aftur til bráðabirgða. Eftir standa 18 kaflar en talið er að sumir þeirra gætu reynst þungir í vöfum, til að mynda kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Evrópustofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert