Fulltrúar Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd hið fyrsta til að ræða þá ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að tengja sig við málarekstur ESA gagnvart Íslandi.
„Evrópusambandið ætlar að styðja kröfur ESA gagnvart Íslandi og útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi. Einnig er þess krafist að sendiherra ESB á Íslandi verði boðaður á fundinn og að fundurinn verði gestafundur,“ segir í fréttatilkynningu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni.