Fær bætur eftir líkamsárás

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Hæstiréttur hefur bæði staðfest og snúið við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skaðabótamáli á hendur Vátryggingafélagi Íslands. Hjón fóru fram á að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda VÍS. Rétturinn féllst á rök konunnar en ekki mannsins.

Málsatvik voru þau að barnsfaðir dóttur hjónanna var staddur á heimili þeirra í október 2007. Kom til snarpra orðaskipta vegna uppeldis barnsins og endaði það með því að barnsföðurnum var vísað á dyr. Sá réðst þá á hjónin.

Barnsfaðirinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásirnar í september 2008.

Hjónin fóru fram á það að fá bætur úr frítímaslysatryggingu í F+ fjölskyldutryggingu VÍS. Því hafnaði tryggingafélagið og einnig úrskurðarnefnd tryggingamála.

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi aðkomu hjónanna með þeim hætti að þau hafi gerst þátttakendur í handalögmálum. Samkvæmt ákvæðum greinar 4.7 í gildandi vátryggingarskilmálum umræddrar fjölskyldutryggingar greiðir vátryggingafélagið ekki bætur vegna slysa sem verða í handalögmálum.

Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki hefði komið til handalögmála milli konunnar og barnsföðurins í skilningi áðurnefndra vátryggingaskilmála þegar hún varð fyrir árásinni af hálfu hins síðarnefnda. Því eigi hún rétt á bótum úr hendi VÍS.

Maðurinn hafi ekki verið hlutlaus áhorfandi og verði að líta svo á að hann hafi með þeirri háttsemi sinni gerst þátttakandi í handalögmálum og við það hlotið meiðsl sín. Því eigi hann ekki rétt á bótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert