Felldu eigin tillögu

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs felldi á dög­un­um til­lögu full­trúa Næst­besta flokks­ins um að styrkja lang­hlaup­ar­ann Kára Stein Karls­son um eina millj­ón vegna und­ir­bún­ings fyr­ir þátt­töku á Ólymp­íu­leik­um í sum­ar. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar benti á, að Sjálf­stæðis­flokk­ur hefði lagt fram sömu til­lögu í minni­hluta og hann felldi nú.

Hjálm­ar Hjálm­ars­son, full­trúi Næst­besta flokks­ins, lagði til­lög­una fram og var óskað eft­ir nafnakalli um af­greiðslu henn­ar. Til­lag­an var felld með sjö at­kvæðum en tveir greiddu at­kvæði með henni og einn sat hjá.

All­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni. Af því til­efni óskaði Guðríður Arn­ar­dótt­ir, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem sjálf sat hjá við af­greiðsluna, að bókað yrði: „Ég bendi á að full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu þessa sömu til­lögu fram þegar þeir voru í minni­hluta. Nú fella þeir hana þegar þeir raun­veru­lega geta unnið henni fylgi. Hér ját­ar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á sig „po­púl­isma“ að hætti íhalds­ins og til­lögu­flutn­ing­ur þeirra var ein­ung­is til þess fall­inn að kaupa vin­sæld­ir.“

Þá greindi hún frá því, að hún sæti hjá þar sem Kári Steinn hafi þegar fengið hálfa millj­ón króna í styrk frá Kópa­vogs­bæ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert