Hjörleifur með efasemdir

Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra. mbl.is

Hjör­leif­ur Gutt­orms­son, fyrr­ver­andi iðnaðarráðherra, seg­ir að áður en hægt verði að taka ákvörðun um lagn­ingu sæ­strengs til Evr­ópu verði að liggja fyr­ir hversu mik­il virkj­an­lega orka sé í land­inu.

Hjör­leif­ur sagði þetta í fyr­ir­spurn á árs­fundi Lands­virkj­un­ar. Hann spurði Hörð Arn­ars­son, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, hversu mikla orku væri fyr­ir­hugað að selja um sæ­streng. Hann benti á að stóriðju­fyr­ir­tæk­in hér á landi hefðu sagt að þau þyrftu meiri orku í framtíðinni. Þá sagði Hjör­leif­ur að hann efaðist um að jarðvarma­ork­an á Íslandi væri eins mik­il og talað hefði verið um og velti upp þeirri spurn­ingu hvort virkj­un jarðvarm­ans væri sjálf­bær.

Hörður sagði fyr­ir­hugað að jarðstreng­ur­inn gæti flutt út 700 MW. Þess­ir streng­ir hefðu verið að stækka og nýj­asti streng­ur­inn sem lagður hefði verið gæti flutt 1200 MW. Hörður sagðist gera ráð fyr­ir að eft­ir­spurn eft­ir orku frá Íslandi yrði alltaf meiri en fram­boðið.

Hörður sagði að það væri eng­inn vafi á að virkj­un jarðvarm­ans væri sjálf­bær. Hins veg­ar þyrfti að fara var­lega í að nýta svæðin og passa upp á að taka ekki meiri varma úr þeim en þau þoldu. Hann sagði að í ramm­a­áætl­un fæl­ist mik­il­væg stefnu­mörk­un. Þar væri rammi sett­ur um þá orku sem heim­ilt yrði að virkja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert