Allar vangaveltur um hvort stjórnvöld muni koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli í tilefni af komu Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, eru fullkomlega óþarfar. Strax þegar farið var að undirbúa þessa heimsókn var því skýrt komið á framfæri við kínversk stjórnvöld að friðsamleg mótmæli séu að sjálfsögðu heimil enda sé það lýðræðislegur réttur hér á landi. Þetta skrifar Jóhanna Sigurðardóttir á Facebook-síðu sinni.
„Öryggi forsætisráðherra Kína verður að sjálfsögðu tryggt eins og annarra háttsettra erlendra gesta sem koma til landsins og aðeins á þeim grundvelli fer undirbúningur lögregluyfirvalda fram vegna þessarar heimsóknar,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir.