Hefði síðasti Icesave-samningur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári, hinn 9. apríl 2011, væri kostnaður Íslands í dag orðinn ríflega 50 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í útreikningum sem fjármálafyrirtækið GAMMA gerði fyrir Morgunblaðið og fjallað er um í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Við þá upphæð myndu síðan bætast 28 milljarðar í vaxtagreiðslur til ársins 2015.
Heildarkostnaður vegna Icesave hefði því numið hátt í 80 milljörðum. Það er umtalsvert hærri upphæð en áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar.