„Ofbeldisfull framkoma ESB“

Reuters

Framsóknarfélag Reykjavíkur telur að „ofbeldisfull framkoma“ ESB gagnvart Íslandi keyri um þverbak þegar Framkvæmdastjórn ESB ætlar að standa að óréttmætum málarekstri gegn Íslandi vegna Icesave. Framkoma ESB í makríldeilu sýnir jafnframt hversu langt er gengið í krafti stærðarinnar að beita smáríki fádæma ofríki. Á sama tíma eru valdhafar á Íslandi á fundum að semja um inngöngu í ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn félagsins.

 Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur krefst þess að aðildarviðræður verði stöðvaðar strax og sendiherra ESB á Íslandi kallaður til fundar og afhent formleg mótmæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert