Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, reyndi að koma í veg fyrir sölu á tveimur svínabúum á Kjalarnesi til fyrirtækisins Stjörnugríss en búin voru í eigu Arion banka. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.
Fram kemur í fréttinni að Jón og þáverandi aðstoðarmaður hans hafi ítrekað haft samband við Arion banka þegar unnið var að sölu svínabúanna meðal annars með þau skilaboð að búin yrðu ekki seld nema fyrst yrði rætt við ráðherrann.
Rætt er við tvo starfsmenn Arion banka sem staðfesta umrædd afskipti af sölunni og að fram hafi komið að Jón væri mjög mótfallinn því að svínabúin yrði seld til Stjörnugríss. Í samtalið við blaðið staðfestir Jón að ráðuneyti hans hafi haft samband við bankann vegna málsins.
Jón hafnar því hins vegar að um óeðlileg afskipti hafi verið að ræða. Eðlilegt væri að stjórnvöld reyndu að færa „þessa grein landbúnaðar á heilbrigðari brautir.“ Vísar hann þar til meðal annars til þess offramleiðsla sé á svínakjöti á Íslandi að sjá megi merki um óæskilega samþjöppun á markaðinum.