Styðja eindregið sjónarmið ESA

Frá blaðamannafundi ADVICE-hópsins meðan Icesave-samningarnir voru til umfjöllunar.
Frá blaðamannafundi ADVICE-hópsins meðan Icesave-samningarnir voru til umfjöllunar. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdastjórn ESB hefur með formlegum hætti tekið afstöðu gegn sjónarmiðum og hagsmunum Íslands í Icesave deilunni. Þetta segir Advice-hópurinn sem beitti sér fast í Icesave-málinu á sínum tíma.

Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því við EFTA dómstólinn að hafa svokallaða meðalgöngu að Icesave málinu eins og fram kemur í bréfi framkvæmdastjórnar ESB dagsettu 27. mars 2012. 

„Það er algengt að Framkvæmdastjórn ESB sendi umsögn um dómsmál EFTA en óvenjulegt ef ekki einsdæmi að óska eftir meðalgöngu. Framkvæmdastjórnin lýsir í bréfinu yfir eindregnum stuðningi við sjónarmið ESA,“ segir í frétt frá Advice.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert