Tómas Ingi: Krónan og kaupmátturinn

Tóma Ingi Olrich
Tóma Ingi Olrich

„Umræða ESB-sinna um gjaldmiðilinn hefur verið persónugerð. Þannig mætti ætla að íslenska krónan sé orðin eins konar lögpersóna. Að mati ESB-sinna er hún sökudólgurinn. Henni ber að fórna. Hún þýðir að almenningur þarf að borða dýran mat og greiða mun hærri afborganir og vexti af lánum sínum. Kaupmáttarrýrnun á Íslandi er krónunni að kenna", segir Tómas Ingi Olrich fv. alþingismaður og ráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tómas Ingi segir að þegar þjóðir verða fyrir efnahagslegu áfalli leiðir það til minnkandi kaupmáttar. Má þá einu gilda hvort gjaldmiðillinn heitir króna eða evra, eða hver er uppruni erfiðleikanna.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Tómas Ingi: „Jóhanna Sigurðardóttir talar illa um krónuna. Hún er einn af fáum ræðurum, sem getur talað illa um árina, án þess að það hái skriði skipsins. Það er vegna þess að hún hefur lagt árar í bát. Og mænir til framandi stranda".

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert