Málverk af Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis var afhjúpað í Alþingishúsinu í dag. Viðstaddir voru forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismenn, fjölskylda Sólveigar, fyrrum samþingmenn og fleiri gestir.
Stephen Lárus Stephen listmálari málaði myndina og hefur henni verið komið fyrir í efrideildarsal.
Sólveig Pétursdóttir var forseti Alþingis 2005-2007. Hún sat á Alþingi í 16 ár, frá febrúar 1991 til vors 2007. Hún hafði áður setið nokkur skipti á Alþingi sem varamaður, en sem slíkur settist hún fyrst á þing í október 1987. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003.