Ráðherra hélt málinu leyndu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Íslensk stjórn­völd hafa frest til dags­ins í dag til þess að skila inn at­huga­semd­um vegna kröfu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB um aðild að Ices­a­ve-mál­inu, þetta hef­ur Morg­un­blaðið eft­ir áreiðan­leg­um heim­ild­um.

„Íslensk­um stjórn­völd­um er til­kynnt þetta með bréfi dag­settu 27. mars en við nefnd­ar­menn frétt­um af þessu í út­varps­frétt­um klukk­an sex í gær­kvöldi, 11. apríl,“ seg­ir Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Þetta er ekki það sam­ráð sem ut­an­rík­is­ráðherra lofaði og ber að hafa við ut­an­rík­is­mála­nefnd sam­kvæmt þingsköp­um.“

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í seg­ist Ragn­heiðar hafa gagn­rýnt þessi vinnu­brögð ráðherr­ans á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær­kvöldi, en hann var þar viðstadd­ur. „Ég geri al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það að okk­ur hafi ekki verið til­kynnt þetta og við höf­um nátt­úr­lega enga leið til að koma að at­huga­semd­um við þetta svar sem fer á morg­un,“ seg­ir Ragn­heiður

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýn­ir einnig vinnu­brögð Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar. „Við gerðum tölu­vert mál úr þessu, all­mörg þarna, og það stend­ur til að ræða þetta bet­ur við ut­an­rík­is­ráðherr­ann síðar,“ seg­ir Sig­mund­ur í sam­tali við blaðamann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert