Rangt að leggjast gegn kröfunni

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði í sam­tali við Rík­is­út­varpið í morg­un að Ices­a­ve-málið væri stórt mál og því væri ekki óeðli­legt að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vildi koma að því. Hún sagði að krafa fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar fæli í sér tæki­færi fyr­ir Íslend­inga að koma sjón­ar­miðum sín­um bet­ur á fram­færi og að ekki væri rétt að leggj­ast gegn henni.

Eins og mbl.is hef­ur greint frá hef­ur fram­kvæmda­stjórn ESB farið fram á að koma að mál­sókn Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA gegn Íslandi fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um vegna Ices­a­ve-máls­ins en það mun vera í fyrsta sinn sem fram­kvæmda­stjórn­in ósk­ar eft­ir svo form­legri aðkomu að máli fyr­ir dóm­stóln­um.

Frétti af kröfu ESB í fjöl­miðlum

„Ég vissi nú bara um þetta þegar þetta kom í frétt­um,“ sagði Jó­hanna aðspurð hvenær hún hefði frétt af kröfu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Eins og fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag vissi ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is ekki um kröf­una held­ur fyrr en fjallað var um málið í fjöl­miðlum í fyrra­dag 11. apríl en ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu mun hafa verið til­kynnt um kröfu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar með bréfi 27. mars síðastliðinn.

Jó­hanna lagði áherslu á að Ices­a­ve-málið og um­sókn Íslands um aðild að ESB væru aðskil­in mál. Hún sagðist ósam­mála um­mæl­um Ögmund­ar Jónas­son­ar, inn­an­rík­is­ráðherra, í gær þar sem hann tengdi þessi mál meðal ann­ars sam­an.

Afstaða Sig­mund­ar póli­tík

Þá sagði Jó­hanna aðspurð um um­mæli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að gera ætti hlé á viðræðunum við ESB um aðild að það væri aðeins póli­tík af hans hálfu. Hann væri að reyna að nota málið til þess að bregða fæti fyr­ir aðild­ar­ferlið.

Jó­hanna var enn­frem­ur spurð að því hvernig rík­is­stjórn­in myndi bregðast við kröfu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB um aðkomu að Ices­a­ve-mál­inu fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um og sagði hún að stjórn­völd myndu nú fara yfir málið með sín­um lög­fræðing­um.

Fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag að stjórn­völd hafi frest til dags­ins í dag til þess að skila inn at­huga­semd­um við kröfu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert