Stutt í prufusiglingu Þórs

Varðskipið Þór kemur til Reykjavíkur úr heimsiglingunni frá Chile.
Varðskipið Þór kemur til Reykjavíkur úr heimsiglingunni frá Chile. mbl.is/Ómar

Stefnt er að því að varðskipið Þór fari í prufusiglingu í næstu viku eftir að skipt var um aðra aðalvél skipsins í Noregi, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Ef allt reynist vera í lagi þá verður hann afhentur,“ sagði Ásgrímur.

Sem kunnugt er þurfti að skipta um aðra aðalvél nýja varðskipsins vegna titrings sem ekki varð komist fyrir með öðru móti. Viðgerðin fellur undir ábyrgð framleiðandans Rolls Royce.

Þór kom til viðgerðar í Bergen í Noregi 8. febrúar síðastliðinn. Vélin sem skipt var um vegur um 80 tonn og var áætlað að vélarskiptin kostuðu um einn milljarð króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert