Úr framleidd úr stáli úr Titanic

Úrið er smíðað úr stáli úr Titanic.
Úrið er smíðað úr stáli úr Titanic.

Sviss­neski úra­fram­leiðand­inn RJ-Romain Jerome hef­ur fram­leitt úr með ryðguðu stáli úr skrokki Tit­anic og pressuðum kol­um úr lest­um skips­ins. Á morg­un eru 100 ár liðin frá því skipið  sökk eft­ir að hafa siglt á ís­jaka í jóm­frú­ar­sigl­ingu sinni.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Michel­sen úr­smiðum seg­ir að smíði úrs­ins sé gert af virðing­ar­votti við Tit­anic. Úrin eru afar vönduð smíði að utan sem inn­an því innviðin eru mjög góð; hágæða sjálftrekkt sviss­nesk úr­verk svo úrin ganga fyr­ir hreyf­ingu hand­ar­inn­ar. Með úr­un­um fylg­ir vottað skjal sem staðfest­ir upp­runa ryðgaða stáls­ins. Öll úrin eru fram­leidd í Sviss í tak­mörkuðu, núm­eruðu upp­lagi sem vís­ar til at­b­urðar­ins, að 100 ár eru liðin frá þess­um ör­laga­ríka at­b­urði.

Hrá­efnið seg­ir þó bara hálfa sög­una, því öll hönn­un úr­anna vís­ar til at­b­urðar­ins. Vís­arn­ir á Tit­anic-DNA úr­un­um eru til­vís­un í an­keri skips­ins, sek­úndu­vís­ir­inn er eins og vís­arn­ir í þrýsti­mæl­un­um við gufu­vél­ina auk þess að let­ur­gerðin er sú sama og í mæl­un­um.

Slag­orð Romain Jerome er „DNA þekktra goðsagna“ enda bygg­ir fyr­ir­tækið á því að nota óvenju­legt hrá­efni sem eins kon­ar góðmálma í úrin sín. Í dag fram­leiða þeir einnig úr með tungl­ryki og stáli úr Apollo 11 geim­flaug­inni og úr með ösku úr Eyja­fjalla­jökli og hrauni úr Fimm­vörðuhálsi.

Michel­sen úr­smiðir hafa RJ-Romain Jerome úrin til sýn­is og sölu í versl­un sinni að Lauga­vegi 15.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert