Úr framleidd úr stáli úr Titanic

Úrið er smíðað úr stáli úr Titanic.
Úrið er smíðað úr stáli úr Titanic.

Svissneski úraframleiðandinn RJ-Romain Jerome hefur framleitt úr með ryðguðu stáli úr skrokki Titanic og pressuðum kolum úr lestum skipsins. Á morgun eru 100 ár liðin frá því skipið  sökk eftir að hafa siglt á ísjaka í jómfrúarsiglingu sinni.

Í fréttatilkynningu frá Michelsen úrsmiðum segir að smíði úrsins sé gert af virðingarvotti við Titanic. Úrin eru afar vönduð smíði að utan sem innan því innviðin eru mjög góð; hágæða sjálftrekkt svissnesk úrverk svo úrin ganga fyrir hreyfingu handarinnar. Með úrunum fylgir vottað skjal sem staðfestir uppruna ryðgaða stálsins. Öll úrin eru framleidd í Sviss í takmörkuðu, númeruðu upplagi sem vísar til atburðarins, að 100 ár eru liðin frá þessum örlagaríka atburði.

Hráefnið segir þó bara hálfa söguna, því öll hönnun úranna vísar til atburðarins. Vísarnir á Titanic-DNA úrunum eru tilvísun í ankeri skipsins, sekúnduvísirinn er eins og vísarnir í þrýstimælunum við gufuvélina auk þess að leturgerðin er sú sama og í mælunum.

Slagorð Romain Jerome er „DNA þekktra goðsagna“ enda byggir fyrirtækið á því að nota óvenjulegt hráefni sem eins konar góðmálma í úrin sín. Í dag framleiða þeir einnig úr með tunglryki og stáli úr Apollo 11 geimflauginni og úr með ösku úr Eyjafjallajökli og hrauni úr Fimmvörðuhálsi.

Michelsen úrsmiðir hafa RJ-Romain Jerome úrin til sýnis og sölu í verslun sinni að Laugavegi 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka