Yfir 200 sjúkdóma má rekja til neyslu áfengis

Mikið framboð er af bjór, léttvíni og sterkum drykkjum.
Mikið framboð er af bjór, léttvíni og sterkum drykkjum. mbl.is/Heiðar

Magnús Geirsson, heimilislæknir í Skövde í Svíþjóð, segir að rekja megi yfir 200 sjúkdóma til neyslu áfengis og því sé mikilvægt að heimilislæknar séu á varðbergi með fyrirbyggjandi aðgerðir í huga.

Þetta kemur fram í viðtali við Magnús í nýjasta blaði Lyfjatíðinda, sem kom út í gær. „Þegar neyslan er kannski farin að orsaka sjúkdóma sem skattar almennings fara í að borga þá er mikil þörf á að komast fyrir orsökina,“ segir Magnús.

Fram kemur að sjúklingur geri sér ekki alltaf grein fyrir að áfengisneysla geti að hluta eða öllu leyti verið orsök veikinda viðkomandi og þá sé það læknisins að skerast í leikinn.

Magnús Geirsson segir að skaði vegna áfengis sé mun meiri hjá karlmönnum en konum en aukningin hafi verið meiri hjá konum og sérstaklega hjá konum 50 ára og eldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert