Éljagangur í Skagafirði

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu auðir
Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu auðir mbl.is/Ómar Óskarsson

Á Norðurlandi  eru vegir að mestu auðir en þó eru  hálkublettir á Vatnsskarði og töluverður éljagangur í Skagafirði. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir í Víkurskarði, á  Hólasandi og að Dettifossi.

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu auðir.

Vegir á Vestfjörðum eru víðast hvar auðir á láglendi en hálkublettir eru sumstaðar á fjallvegum. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar.

Á Austurlandi er snjóþekja á Vatnsskarði eystra en hálkublettir á Vopnafjarðarheiði. Mjóafjarðarheiði er þungfær og Hellisheiði eystri ófær, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka