Sæstrengur gæti kallað á fleiri virkjanir

Frá landtökustað Danice-sæstrengsins í Landeyjum.
Frá landtökustað Danice-sæstrengsins í Landeyjum.

„Hættan er sú að þetta setji mikla pressu á að menn virki allt sem hægt er að virkja ef við fáum svo stóran markað að hann geti í raun tekið endalaust við.“

Þetta segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, um hugmyndir Landsvirkjunar um að leggja sæstreng til Evrópu og selja þangað orku. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þetta vera stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir á ársfundi Landsvirkjunar á miðvikudag.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur, að ef af þessu yrði þyrfti að vera búið að kortleggja vandlega hvað ætti að virkja og hvað ekki. Sú umræða þyrfti að vera vandaðri en sú sem hefur átt sér stað um rammaáætlun svo að hinn raunverulegi vilji þjóðarinnar komi fram í þessum efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert