Hreindýr að drepast úr hor

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Nokk­ur hrein­dýr á Aust­ur­landi hafa fallið úr hor í vet­ur. Hjalti Þór Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Horna­fjarða, seg­ir þetta renna stoðum und­ir að beit­arþols­rann­sókn sé mik­il­væg.

Á síðasta ári voru sagðar frétt­ir um lé­leg­ar girðing­ar á Mýr­um í Hornafirði og að hrein­dýr væru að fest­ast í þeim og drep­ast. Síðastliðið haust gaf bæj­ar­ráð Horna­fjarðar út al­menna áskor­un til jarðar­eig­anda í Hornafirði um að gæta að girðing­um þannig að vel­ferð hrein­dýra stafaði ekki ógn af.

Bæj­ar­stjóri seg­ir að girðing­ar séu al­mennt í góðu lagi og þar á  meðal á Flat­ey á Mýr­um.  Sveit­ar­fé­lag­inu barst ný­verið áskor­un frá bænd­um á Mýr­um að fram­kvæma rann­sókn á beit­arþoli svæða þar sem hrein­dýr halda sig.  Niður­stöður slíkr­ar rann­sókn­ar geta í fram­hald­inu myndað grunn að veiðistjórn­un á svæðinu.  Bænd­ur hafa komið að máli við bæj­ar­stjóra á und­an­förn­um vik­um og mánuðum og lýst yfir áhyggj­um af vax­andi ágangi hrein­dýra á af­girt lönd sín og aukn­um fjölda þeirra.  Þá hafa fund­ist nokk­ur dýr sem fallið hafa úr hor sem renn­ir stoðum und­ir að beit­arþols­rann­sókn sé mik­il­væg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert