Krafa um uppgjör hjá VG

Steingrímur og Árni Þór vilja nú hraða aðildarferlinu fyrir næstu …
Steingrímur og Árni Þór vilja nú hraða aðildarferlinu fyrir næstu kosningar. mbl.is/Kristinn

Mak­ríl­deil­an og inn­grip fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í Ices­a­ve-deil­una hafa aukið á titr­ing­inn á meðal óbreyttra flokks­manna VG á lands­byggðinni sem ótt­ast áhrif aðild­ar­viðræðna við ESB á út­kom­una í næstu kosn­ing­um.

VG fékk 14 þing­sæti eft­ir kosn­ing­arn­ar í apríl 2009 og komu þar af níu frá kjör­dæmun­um fjór­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ölver Guðna­son, meðstjórn­andi VG á Aust­ur­landi, seg­ir tvö þing­sæti þar í hættu. „Við feng­um þrjá þing­menn. Við fáum kannski einn í næstu kosn­ing­um. Þessi flokk­ur er al­veg bú­inn hérna,“ seg­ir Ölver.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­ur­berg­ur Árna­son, formaður VG í Hafnar­f­irði, aðkomu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að Ices­a­ve-deil­unni valda straum­hvörf­um í bar­átt­unni gegn aðild. „Ég hef enga trú á að Evr­ópu­mál­in verði til trafala. Það er ann­ar aðili sem mun taka þann glæp af öll­um. Ég hef trú á því að ESB sé sjálft að klúðra því ferli með aðkomu sinni að Ices­a­ve-mál­inu núna. Ég held að þetta verði eins og þorska­stríðin, að all­ir Íslend­ing­ar muni sam­ein­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert