Mýramenn minntust sinubrunans

Mýraeldarnir í apríl 2006 eru með mestu sinubrunum sem orðið …
Mýraeldarnir í apríl 2006 eru með mestu sinubrunum sem orðið hafa hér á landi. Rax / Ragnar Axelsson

Það var margt um mann­inn á Mýra­elda­hátíð sem Mýra­menn héldu í dag til að minn­ast sinu­brun­ans mikla í byrj­un apríl 2006. Á hátíðinni var keppt í reip­togi og í trak­toraakstri, en þar kynntu fyr­ir­tæki einnig vör­ur sín­ar og seld­ar voru prjóna­vör­ur og fleira.

Hraun­hrepp­ing­ar sigruðu Álft­hrepp­inga í reip­togi og Borg­nes­ing­ar sigruðu Kol­hrepp­inga.

Þetta er þriðja Mýra­elda­hátíðin sem hald­in er en hún fer fram við fé­lags­heim­ilið Lyng­brekku. Þar var meðal ann­ars sveita­markaður, véla­sýn­ing og bænda­sprell. Á hátíðinni minn­ast bænd­ur og búalið ásamt öll­um velunn­ur­um svæðis­ins Mýra­eld­anna miklu sem geisuðu í Hraun­hreppi snemma vors 2006.

Kvöld­vaka  verður í kvöld í Lyng­brekku. Að henni lok­inni verður efnt til dans­leikj­ar með hljóm­sveit­inni Sixties. Veislu­stjóri verður Bjart­mar Hann­es­son bóndi og skáld á Norður-Reykj­um. 

 Mýra­eld­arn­ir í apríl 2006 eru með mestu sinu­brun­um sem orðið hafa hér á landi, en þá brann 73 km2 landsvæði.

Nán­ar um sinu­brun­ann

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert