Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær 43% fylgi í nýrri könn­un sem Frétta­blaðið birti í dag. Sam­kvæmt þessu fengi flokk­ur­inn 29 þing­menn. Miðað við þessa niður­stöðu fengju nýir flokk­ar sam­tals 8 þing­menn.

Um 10% sögðust óákveðin og tæp 16% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu yrði gengið til kosn­inga nú. Þá vildu 20% ekki gefa upp af­stöðu sína. Þetta þýðir að um 46% svar­enda gáfu ekki upp af­stöðu sína.

Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 42,6% styðja Sjálf­stæðis­flokk­inn, Sam­fylk­ing­in er með 14,8% fylgi, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 14,6%, Vinstri græn­ir eru með 8,6%, Björt framtíð Guðmund­ar Stein­gríms­son­ar 7,2% og Samstaða Lilju Móses­dótt­ur 6%. Önnur fram­boð eru með um og yfir 2%.

Sam­kvæmt þessu fengi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 29 þing­menn, Fram­sókn 10, Sam­fylk­ing 10, VG 6, Björt framtíð 4 og Samstaða 4. Stjórn­ar­flokk­arn­ir eru með 32 þing­menn í dag, en sam­kvæmt könn­un­inni fengju þeir 16.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert