Flogið til Húsavíkur

Flugvél flugfélagsins Ernis.
Flugvél flugfélagsins Ernis.

Flug­fé­lagið Ern­ir hef­ur beint áætl­un­ar­flug til Húsa­vík­ur í dag kl 15:00 og  er áætluð lend­ing á Húsa­vík 15:45. Er þetta fyrsta áætl­un­ar­flug frá Reykja­vík til Húsa­vík­ur í 12 ár.

Flogið verður sjö ferðir á viku fjóra daga vik­unn­ar og er það von for­svars­manna Ern­is að hægt verði að gera út flug til Húsa­vík­ur allt árið um kring. Bók­an­ir fara vel af stað og hafa nú þegar nokk­ur flug fyllst í apríl og maí og bætt hef­ur verið inn auka­flug­um þá daga, seg­ir í til­kynn­ingu.

Húsa­vík er fimmti áætl­un­arstaður Flug­fé­lags­ins Ern­is en fyr­ir flýg­ur fé­lagið á Vest­manna­eyj­ar, Höfn í Hornafirði, Bíldu­dal og Gjög­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert