Flugfélagið Ernir hefur beint áætlunarflug til Húsavíkur í dag kl 15:00 og er áætluð lending á Húsavík 15:45. Er þetta fyrsta áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur í 12 ár.
Flogið verður sjö ferðir á viku fjóra daga vikunnar og er það von forsvarsmanna Ernis að hægt verði að gera út flug til Húsavíkur allt árið um kring. Bókanir fara vel af stað og hafa nú þegar nokkur flug fyllst í apríl og maí og bætt hefur verið inn aukaflugum þá daga, segir í tilkynningu.
Húsavík er fimmti áætlunarstaður Flugfélagsins Ernis en fyrir flýgur félagið á Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur.