Herjólfur siglir þrjár ferðir milli Landeyjahafnar og Vestmanneyja í dag. Þeir sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum í kvöld færast nú til klukkan 15:30 og þeir sem áttu bókað frá Landeyjahöfn í kvöld fara með ferjunni klukkan 17.
Rúta verður frá Landeyjahöfn kl. 16:30 til Reykjavíkur-Mjódd.
„Við óskum eftir skilningi farþega okkar á þessum aðstæðum í ljósi þeirrar staðreyndar að enn er dýpkun ekki lokið í Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Eimskip sem annast rekstur Herjólfs.