Ingibjörg Sólrún fór í sprengjubyrgi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi meðan á árásum talibana stóð í Kabúl í dag. Ingibjörg Sólrún er yfirmaður UN Women í Afganistan.

Þetta kom fram í frétt á RÚV í dag. Árásir talibana í Kabúl eru þær mestu síðan stríðið í Afganistan hófst árið 2001. Staðfest er að tveir afganskir öryggisverðir létust og 17 úr liði talibana. Að sögn innanríkisráðuneytis Afganistans hafa a.m.k. 17 lögreglumenn og óbreyttir borgarar særst í árásunum.

Ingibjörg Sólrún fékk þær upplýsingar að barist væri í nágrenni við staðinn þar sem hún dvelst og því hefði öllum verið skipað að fara niður í öryggisbyrgi. Hún sagði í samtali við RÚV að þessar árasir talibana kæmu ekki á óvart. Það hefði verið vitað í nokkurn tíma að eitthvað væri í undirbúningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert