Ógnaði lögreglumönnum

Mennirnir eru báðir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu.
Mennirnir eru báðir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. mbl.is/Eggert

Ölvaður maður réðst á lögreglubifreið í miðborginni í nótt og sýndi lögreglumönnum, sem höfðu afskipti af honum, ógnandi tilburði. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.

Um fjögur leytið í nótt gerði ölvaður maður sér hins vegar lítið fyrir þegar lögreglumenn voru að sinna útkalli í Bankastræti og settist í bílstjórasæti lögreglubifreiðarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin ekki í gangi en maðurinn neitaði að yfirgefa lögreglubifreiðina þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli lögreglunnar þar um. Lögreglumenn þurftu að nota úðavopn til að ná manninum úr lögreglubifreiðinni. Hann var síðan færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu og vistaður  í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert