Samráð var haft í málinu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mbl.is/reuters

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra var gest­ur Eg­ils Helga­son­ar í Silfri Eg­ils í dag. Þar sagði hann mál fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, um að vilja fá aðild að mála­rekstri Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA gegn Íslandi vegna Ices­a­ve-máls­ins, ekki vera lík­legt til að auka vin­sæld­ir Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi. 

Össur benti jafn­framt á að fólk hefði mátt bú­ast við þessu máli en ný­lega ákvaðu stjórn­völd að leggj­ast ekki gegn meðal­göng­unni. „Ástæðan er sú að þetta styrk­ir mál­flutn­ings­stöðu okk­ar í Ices­a­ve-mál­inu. Þetta gef­ur okk­ur kost á því að skila skrif­leg­um vörn­um gegn viðhorf­um ESB áður en að munn­legi mál­flutn­ing­ur­inn byrj­ar,“ sagði Össur og bend­ir á að skrif­legi þátt­ur máls­ins er mjög veiga­mik­ill og því var tek­in sú ákvörðun að mót­mæla ekki meðal­göngu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þá seg­ir Össur sam­ráð við ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is hafa átt sér stað. „Á sömu klukku­stund og ég hafði fengið grein­ar­gerð lög­fræðiteym­is­ins í hend­ur, og lokið við að lesa hana, þá sendi ég hana til rík­is­stjórn­ar, á formann ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, hringdi í formann ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og lagði til að Tim Ward kæmi sem fyrst á fund nefnd­ar­inn­ar og við sam­mælt­umst um fund um þetta mál,“ sagði Össur í Silfr­inu í dag.

„Ég get svo tekið á mig að ég hefði kannski átt að gera mönn­um viðvart 29. mars þegar að þetta kom á netið eða tveim­ur dög­um fyrr þegar ráðuneytið fékk bréf um þetta,“ sagði Össur og bætti við að menn hefðu vel mátt vita að Evr­ópu­sam­bandið færi fram á aðkomu að mál­inu sök­um þess hve um­fangs­mikið það er.

Eng­ar áhyggj­ur af fylg­istapi

Fylgi stjórn­ar­flokk­anna hef­ur hríðfallið að und­an­förnu og hef­ur stuðning­ur við Sjálf­stæðis­flokk­inn að sama skapi auk­ist. Inn­an Sam­fylk­ing­ar hef­ur verið rætt hvort skipta þurfi um formann flokks­ins fyr­ir næstu kosn­ing­ar.

„Það var ekki skipt um formann þegar ég var með Sam­fylk­ing­una í 11% [...] en bara til þess að menn skilji hvað skoðana­könn­un­ar gengi er fall­valt, þá leið ekki ár frá því að Sam­fylk­ing­in datt niður í 11% og þangað til að hún vann kosn­ing­ar með 32%,“ sagði Össur en að hans mati hef­ur formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, staðið sig vel að und­an­förnu.

Vill virkja Þjórsá

Einnig var komið inn á virkj­ana­mál í þætti Eg­ils í dag. Þar þver­tók Össur fyr­ir að eng­in áhersla væri á slík mál inn­an rík­is­stjórn­ar. „Eru ekki fram­kvæmd­ir í Búðar­hálsi, er ekki verið að fara í Sauðár­veitu, er ekki verið að fara í Reykja­nes­virkj­un og blas­ir ekki við, og bók­staf­lega búið að segja, að það sé verið að fara í Kröflu. Það er verið að fara í Bjarn­ar­flag, það er verið að fara í Þeistareyki. Hvað vilja menn meira?“

Þá sagðist Össur vera til­bú­inn til þess að virkja Þjórsá að því gefnu að fram­kvæmd­in skaði ekki dýra­líf á svæðinu.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í Silfri Egils í dag.
Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra í Silfri Eg­ils í dag. Mynd/ Skjá­skot af vef RÚV
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert