Snjór á Öxnadalsheiði

mbl.is/Ómar

Á Norðurlandi  vestra eru er hálka á Vatnsskarði, hálkublettir á Þverárfjalli á Siglufjarðarvegi og snjóþekja á Öxnadalsheiði annars eru vegir að mestu auðir.

Á Norðausturlandi er hálka og éljagangur í Eyjafirði. Hálka er á þjóðvegi eitt um Víkurskarð og austur í Jökuldal, hálkublettir eru all-víða.

Á Austurlandi eru hálkublettir mjög víða. Snjóþekja er á Vatnsskarði eystra, Mjóafjarðarheiði er þungfær og Hellisheiði eystri ófær.

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu auðir.

Vegir á Vestfjörðum eru víðast hvar auðir  en hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert