Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 6. apríl til og með 12. apríl 2012 var 71. Þar af voru 49 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.155 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,4 milljónir króna.
Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 70 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,2 milljónir króna.
Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 132 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,1 milljón króna.
Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um sérbýli. Upphæð samningsins var 22,5 milljónir króna.
Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.