Betra að hætta alveg en setja málið á ís

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég tek að það skipti mestu máli að við höf­um þó það út úr þess­um leiðangri [...] að við verðum þá ein­hverju nær, við Íslend­ing­ar,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á Alþingi í dag í umræðum um um­sókn­ina um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Sagði hann nauðsyn­legt að fá ein­hvern botn í það með hvaða hætti framtíðartengsl Íslands og ESB yrðu.

Stein­grím­ur var að bregðast við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem spurði ráðherr­ann hvað þyrfti að ger­ast í sam­skipt­um Íslands og ESB til þess að hann teldi komið nóg og rétt væri að hætta viðræðum um inn­göngu í sam­bandið. Nefndi hann mak­ríl­deil­una í því sam­bandi, Ices­a­ve-málið og efna­hagskrís­una inn­an ESB.

Sagðist Stein­grím­ur að frek­ar ætti að ræða það hvort halda ætti áfram viðræðunum eða ekki frek­ar en að tala um það hvort setja ætti um­sókn­ina á ís eins og sum­ir hefðu talað um. Spurði hann hvort menn teldu að ESB yrði eitt­hvað betra eft­ir ein­hvern tíma ef málið yrði sett á ís. Þá sagði Stein­grím­ur að ekki væri rétt að taka nein­ar skyndi­ákv­arðanir í þess­um efn­um og ekki gera neitt sem gæti veikt stöðu Íslands.

Sig­mund­ur rifjaði upp að Stein­grím­ur hefði sagt þegar sótt var um aðild að ESB að Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð áskildi sér rétt til þess að hætta stuðningi við um­sókn­ina ef ljóst væri að mál væru ekki að þró­ast í ásætt­an­leg­ar átt­ir. Ráðherr­ann hefði þá sagt að ef til þess kæmi færi vænt­an­lega umræða fram um málið á Alþingi. Spurði Sig­mund­ur hvort Stein­grím­ur væri and­víg­ur því að slík umræða færi fram?

Stein­grím­ur sagði að þar hefði verið átt við það ef upp kæmu aðstæður þar sem þeim grund­vall­ar­hags­mun­um Íslands, sem skil­greind­ir væru í áliti meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is sem fylgdi þings­álykt­un­inni um að sótt yrði um aðild að ESB á sín­um tíma, væri stefnt í tví­sýnu. Hann sagði hins veg­ar eng­an hafa fært sönn­ur á að hvikað hafi verið frá því að standa vörð um þá grund­vall­ar­hags­muni.

Þá sagðist ráðherr­ann ekk­ert hafa á móti því að ræða um stöðu um­sókn­ar­inn­ar. Það væri sjálfsagt mál að slík umræða færi fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert