Betra að leita til Íslands en Rússlands

mbl.is/Brynjar Gauti

„Bret­land þarf að grípa þetta tæki­færi með báðum hönd­um. Við erum eins og sak­ir standa sjálf­bær þegar kem­ur að orku­fram­leiðslu. En það verður ekki var­an­leg staða,“ seg­ir í frétt á breska frétta­vefn­um This is Cornwall í dag. Þar er fjallað um hug­mynd­ir um að lagður verði sæ­streng­ur frá Íslandi til Bret­lands og ís­lensk raf­orka notuð til þess að kyna bresk heim­ili.

Eins og mbl.is hef­ur greint frá kem­ur orku­málaráðherra Bret­lands, Char­les Hendry, til Íslands í næsta mánuði til þess að ræða þenn­an mögu­leika við ís­lenska ráðamenn og for­ystu­menn í orku­geir­an­um hér á landi. Fram kem­ur í um­fjöll­un­inni að Íslend­ing­ar séu í skýj­un­um yfir þess­um hug­mynd­um enda hafi þeir lent í banka­hruni ein­ung­is fyr­ir fá­ein­um árum síðan. Þeim veiti því ekki af pen­ing­un­um.

Þá seg­ir að þegar Bret­ar geta ekki leng­ur séð um orkuþörf sína sjálf­ir gætu þeir neyðst til þess að leita til Rússa eins og fleiri Evr­ópu­ríki hafa gert og þar með yrðu bresk sjúkra­hús, skól­ar, heim­ili og at­vinnu­líf háð geðþótta Vla­dimirs Pútín, for­seta Rúss­lands. Það væri ekki hægt að eiga við hann nema maður sjálf­ur hefði sterk­ari stöðu og þetta fyr­ir­komu­lag væri ekki ávís­un á sterka stöðu.

Ef Bret­ar yrðu að leita út fyr­ir lands­stein­ana væri Ísland hins veg­ar mun betri kost­ur en Rúss­land. „Ólíkt Rússlandi hef­ur þessi litla þjóð ekki mörg spil á hendi. Þvert á móti horf­ir hún í ör­vænt­ingu sinni til þess að treysta tengsl sín við ná­granna­ríki sín í Evr­ópu. Þjóðin er í miðjun klíðum að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Ef hún get­ur tengt sig við ESB með því að út­vega sam­band­inu græna orku þá mun hún gera það,“ seg­ir í frétt­inni.

Frétt This is Cornwall

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert