Birgitta hittir Dalai Lama

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jóns­dótt­ir alþing­ismaður Hreyf­ing­ar­inn­ar ætl­ar í næstu viku að fara til fund­ar við Dalai Lama til að ræða við hann um mál­efni Tíbet. Hreyf­ing­in ætar í vik­unni að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um mál­efni Tíbet, en á föstu­dag­inn kem­ur Wen Jia­bao, for­sæt­is­ráðherra Kína, í op­in­bera heim­sókn til Íslands.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, spurði í dag hvort ís­lensk stjórn­völd ætluðu á fundi með Wen Jia­bao að ræða við hann um mann­rétt­inda­mál. Hann sagði að frá 2011 hefðu 33 munk­ar og nunn­ur í Tíbet kveikt í sér til að mót­mæla mann­rétt­inda­brot­um Kín­verja í Tíbet. Kín­versk stjórn­völd væru að reyna að end­ur­mennta kín­verska and­ófs­menn með þving­unar­úr­ræðum.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði að í hvert sinn sem ís­lensk stjórn­völd ræddu við kín­verska ráðamenn ræddu þáu við þá um mann­rétt­inda­mál. Hann sagði sína reynslu af viðræðum við Kín­verja að þeir væru ekki hrædd­ir við að ræða þessi mal.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka