Birgitta hittir Dalai Lama

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Hreyfingarinnar ætlar í næstu viku að fara til fundar við Dalai Lama til að ræða við hann um málefni Tíbet. Hreyfingin ætar í vikunni að leggja fram þingsályktunartillögu um málefni Tíbet, en á föstudaginn kemur Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í opinbera heimsókn til Íslands.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði í dag hvort íslensk stjórnvöld ætluðu á fundi með Wen Jiabao að ræða við hann um mannréttindamál. Hann sagði að frá 2011 hefðu 33 munkar og nunnur í Tíbet kveikt í sér til að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet. Kínversk stjórnvöld væru að reyna að endurmennta kínverska andófsmenn með þvingunarúrræðum.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að í hvert sinn sem íslensk stjórnvöld ræddu við kínverska ráðamenn ræddu þáu við þá um mannréttindamál. Hann sagði sína reynslu af viðræðum við Kínverja að þeir væru ekki hræddir við að ræða þessi mal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert