Læknar leita til Hjálparstarfsins

Margt fátækt fólk á í erfiðleikum með að mæta óvæntum …
Margt fátækt fólk á í erfiðleikum með að mæta óvæntum lyfjaútgjöldum. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Mörg dæmi eru um að lækn­ar og fé­lags­ráðgjaf­ar á sjúkra­hús­um hafi sam­band við Hjálp­ar­stofn­un­ar kirkj­unn­ar með beiðni um að stofn­un­in aðstoði sjúk­linga sem ekki geta greitt fyr­ir lyf­in sín. Þetta eru sjúk­ling­ar sem eru að út­skrif­ast af sjúkra­hús­um og eiga að taka lyf en eiga ekki pen­inga til að greiða fyr­ir þau.

Þetta seg­ir Vil­borg Odds­dótt­ir hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Hún seg­ir að lyfja­kostnaður sé út­gjaldaliður sem sé mörg­um fá­tæk­um fjöl­skyld­um erfiður. „Það hef­ur orðið mik­il aukn­ing í um­sókn­um frá fólki sem á í erfiðleik­um með að leysa út lyf. Þetta teng­ist m.a. flensu­far­aldri. Fólk á erfitt með að greiða fyr­ir sýkla­lyf þar sem sjúk­ling­ur þarf að bera all­an kostnað sjálf­ur. Sama á við um fólk sem er að taka föst lyf. Það er viss hóp­ur fólks sem get­ur ekki tek­ist á við óvænt út­gjöld. Fólk ræður því ekki við að leysa út lyf ef það veikist af flensu eða lækn­ir ávís­ar nýj­um lyfj­um.“

Það eru ekki bara sjúk­ling­ar sem hringja. „Lækn­ar og fé­lags­ráðgjaf­ar á sjúkra­hús­um hringja iðulega í okk­ur í sam­bandi við út­skrift­ir af sjúkra­hús­um. Þegar lækn­ar út­skrifa fólk af sjúkra­hús­um er því gert að taka þessi og þessi lyf og svo þegar fólk seg­ist ekki eiga pen­inga til að leysa þau út er hringt í okk­ur,“ seg­ir Vil­borg.

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar er með um­fangs­mikla inn­an­landsaðstoð við fá­tækt fólk. Stærsti út­gjaldaliður­inn eru mat­ar­kort­in. Í mars­mánuði ein­um greiddi Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar 5 millj­ón­ir í mat­araðstoð. Vil­borg seg­ir að út­gjöld vegna mat­ar­korta sé breyti­leg­ur milli mánaða. Aðstoð Hjálp­ar­stofn­un­ar kirkj­unn­ar sé ekki hugsuð sem föst fram­færsluaðstoð og því sé ekki greitt inn á kort­in þegar fólk er að fá barna­bæt­ur eða aðrar bæt­ur frá rík­inu. Eng­ar slík­ar bæt­ur eru greidd­ar í mars og því er það þung­ur mánuður fyr­ir Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar.

Páska­söfn­un Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar stend­ur enn yfir, en gíró­seðlar hafa verið send­ir í heima­banka fólks. Vil­borg seg­ist ekki hafa yf­ir­lit yfir hversu miklu söfn­un­in hafi skilað, en hún seg­ist hafa von­ast eft­ir betri viðbrögðum

Aðstoð Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar ein­skorðast ekki við mat­araðstoð, held­ur er einnig veitt fjár­málaráðgjöf, stuðning­ur vegna lyfja­kostnaðar, skóla­göngu og frí­stunda barna og ung­menna, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjöf, fata­út­hlut­un og ýmis nám­skeið til sjálfstyrk­ing­ar og til að auka hæfni í heim­il­is­haldi.

Hægt er að hringja í söfn­un­ar­síma 907 2002 (kr. 2.500), gefa á fram­lag.is eða leggja inn á söfn­un­ar­reikn­ing: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert