Landsdómur kveður upp dóm 23. apríl

Landsdómur tekur sér sæti í gamla lestrarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu.
Landsdómur tekur sér sæti í gamla lestrarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landsdómur kemur saman mánudaginn 23. apríl næstkomandi í Þjóðmenningarhúsinu til dómsuppkvaðningar í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður er fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta staðfestir Andri Árnason, verjandi Geirs. 

Alþingi samþykkti hinn 28. september 2010 þingsályktun um málshöfðun gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Var Geir gefið að sök að hafa framið brot sín á tímabilinu febrúar til október 2008. 

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Íslands sem landsdómur kemur saman, en hann kom fyrst saman vegna málsins 8. mars 2011. Aðalmeðferð málsins hófst 5. mars 2012 og var það dómtekið 16. mars síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert