Láti fjármuni lífeyrissjóðanna í friði

mbl.is

Aðalfundur Félags vélstjóra og málmtæknimanna skorar á stjórnir lífeyrisjóða að leita allra leiða til þess að þeir aðilar innan fjármálageirans sem beittu blekkingum við fjárfestingar sjóðanna verði sóttir til saka og látnir sæta ábyrgð á því tjóni sem þeir hafa valdið sjóðsfélögum. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundinum 14. apríl sl.

Fundurinn beinir því til stjórnvalda að láta fjármuni lífeyrisjóðanna í friði. Það mun tryggja sjálfbærni kerfisins til framtíðar og leiða til þess að lífeyrisþegar greiði skatta af lífeyri til að standa undir þjónustu samfélagsins við þennan hóp.

„Fundurinn mótmælir einnig því mikla óréttlæti sem viðgengst með tekjuskerðingu almannatrygginga vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum, því óréttlæti verði að ljúka strax.

Fundurinn mótmælir einnig  skattlagningu á  séreignasparnað umfram 2% og krefst þess að lífeyrisréttindi landsmanna verði jöfnuð sem fyrst,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert