Sólgnir í íslensk ævintýri

Bláa lónið dregur að.
Bláa lónið dregur að. mbl.is/RAX

Stigvaxandi aukning hefur orðið á aðsókn erlendra ferðamanna hingað til lands. Margir þættir spila þar inn í, þar á meðal markaðsátak ferðaþjónustunnar, hagstætt gengi og fjölgun flugferða til og frá landinu.

Átakinu Ísland - allt árið var hrundið af stað í október á síðasta ári og hefur að sögn fulltrúa ferðaþjónustu hér á landi gefist vel. Verkefnið miðar að því að efla vetrarferðaþjónustu og jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu hér á landi.

„Ég hef fundið fyrir talsverðri aukningu yfir árið í kjölfar átaksins,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og forseti Ferðafélags Íslands, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að stærsti hluti þeirra ferðamanna sem komi hingað til lands heimsæki Þingvelli. Þjóðgarðurinn sé víða nefndur sem ómissandi áfangastaður. „Ferðamenn koma hingað að vetri til að sjá norðurljósin, þau trekkja alltaf. Að sumri til kemur fólk hingað til að njóta náttúrunnar og skoða sig um.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert