Þrýst á um viðræðuslit

Vaxandi þrýstingur er á Alþingi um að slíta beri aðildarviðræðunum …
Vaxandi þrýstingur er á Alþingi um að slíta beri aðildarviðræðunum við ESB eða að þær verði endurskoðaðar. mbl.is/Ómar

Vaxandi þrýstingur er á Alþingi um að slíta beri aðildarviðræðunum við ESB eða að þær verði endurskoðaðar. Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir Alþingi bera skyldu til að fara rækilega ofan í stöðu aðildarumsóknar. Hann vill að VG hafi frumkvæði að því að umsóknin að ESB verði afturkölluð.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, telur ekki ósennilegt að samskiptin við ESB verði til umræðu á þinginu á næstu dögum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa blendnar tilfinningar til málsins, aðspurð hvort skoðun hennar á aðildarviðræðunum hafi breyst í ljósi atburða síðustu daga, og bætir við: „En í grundvallaratriðum hefur það ekki breyst að ég vil að við ljúkum þessum aðildarviðræðum og klárum verkefnið.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, muni þrýsta á að umsóknin verði endurskoðuð. Hún mun á þingflokksfundi í dag óska þess að þingflokkurinn leggi fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka