Þrýst á um viðræðuslit

Vaxandi þrýstingur er á Alþingi um að slíta beri aðildarviðræðunum …
Vaxandi þrýstingur er á Alþingi um að slíta beri aðildarviðræðunum við ESB eða að þær verði endurskoðaðar. mbl.is/Ómar

Vax­andi þrýst­ing­ur er á Alþingi um að slíta beri aðild­ar­viðræðunum við ESB eða að þær verði end­ur­skoðaðar. Jón Bjarna­son, þingmaður VG, seg­ir Alþingi bera skyldu til að fara ræki­lega ofan í stöðu aðild­ar­um­sókn­ar. Hann vill að VG hafi frum­kvæði að því að um­sókn­in að ESB verði aft­ur­kölluð.

Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, tel­ur ekki ósenni­legt að sam­skipt­in við ESB verði til umræðu á þing­inu á næstu dög­um.

Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist hafa blendn­ar til­finn­ing­ar til máls­ins, aðspurð hvort skoðun henn­ar á aðild­ar­viðræðunum hafi breyst í ljósi at­b­urða síðustu daga, og bæt­ir við: „En í grund­vall­ar­atriðum hef­ur það ekki breyst að ég vil að við ljúk­um þess­um aðild­ar­viðræðum og klár­um verk­efnið.“

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, muni þrýsta á að um­sókn­in verði end­ur­skoðuð. Hún mun á þing­flokks­fundi í dag óska þess að þing­flokk­ur­inn leggi fram van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka