Þyrfti að greiða 7,5 milljarða í auðlindagjald

Sultartangastöð Landsvirkjunar.
Sultartangastöð Landsvirkjunar.

Landsvirkjun þyrfti að greiða 7,5 milljarða í auðlindarentu á þessu ári ef orkugeirinn greiddi auðlindagjald eftir sömu reglum og fyrirhugað er að leggja á í sjávarútveginum í veiðigjaldafrumvarpinu.

Þetta kom fram í ræðu sem Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, flutti á Alþingi í dag. Hann sagði að eðlilegt væri að miða við lægri ávöxtunarkröfu í orkugeiranum en í sjávarútveginum. Ef miðað væri við 5,5% ávöxtun og að öðru leyti sömu aðferð og veiðigjaldafrumvarpið kveður á um þyrfti Landsvirkjun að greiða 7,5 milljarða í auðlindarentu í ár. Landsvirkjun hagnaðist um 5 milljarða á síðasta ári.

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur áður sagt að hún vilji að sömu reglur um auðlindarentu giltu í orkugeiranum og í sjávarútvegi.

Jón spurði fjármálaráðherra hvaða áhrif slík auðlindarenta hefði fyrir Landsvirkjun og lánshæfi þess.

Oddný sagðist ekki hafa látið reikna út áhrif þessa á Landsvirkjun en ítrekaði að hún vildi að orkufyrirtækin greiddu sömu auðlindarentu og sjávarútvegurinn.

Landsvirkjun er gert að greiða 1,8 milljarð í arð í ríkissjóð á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert