Verður að hryggja Ólöfu Nordal

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustól Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustól Alþingis. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kveðst þurfa að hryggja Ólöfu Nordal, varaformann Sjálfstæðisflokksins, með því að láta ógert að krefjast þess að aðildarviðræðum við ESB verði slitið og að boðað skuli til kosninga á morgun.

Ólöf Nordal spurði Steingrím út í aðildarferlið í ljósi makríkdeilunnar og meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-deilunni.

Lýsti Steingrímur þá því yfir að hann teldi enn að ljúka bæri aðildarviðræðunum við ESB en að flýta bæri sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflanum.

„Ég tel að það skipti mestu máli  ... að við höfum það út úr þessum leiðangri ... að við verðum einhverju nær ... Verður ESB aftur orðið gott ef það er sett á ís í nokkra mánuði? Ég tel að mestu máli skipti að fara ekki út af sporinu,“ sagði Steingrímur.

„Ég tel að við eigum ekki að taka neinar skyndiákvarðanir og að við eigum ekki að fara á taugum,“ sagði Steingrímur og vék að Icesave-deilunni og makríldeilunni.

Hann sæi ekki að í nokkru tilviki hafi nokkrum tekist að færa sönnur að hvikað hafi verið frá þeim grundvallarkröfum sem lagðar voru fram af hálfu utanríkismálanefndar Alþingis þegar aðildarumsóknin var lögð fram. Því sé ekki innistæða fyrir „upphlaupum“ vegna Evrópumálanna á þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert