Vilja Dýrafjarðargöng framar í röðina

mbl.is/Hjörtur

Hóp­ur áhuga­fólks um Dýra­fjarðargöng hef­ur hrundið af stað und­ir­skrifta­söfn­un, þar sem skorað er á Alþingi Íslend­inga og rík­is­stjórn að færa Dýra­fjarðargöng fram­ar á verk­efna­lista Sam­göngu­áætlun­ar 2012-2024, svo þau verði næsta jarðganga­fram­kvæmd. Jafn­framt er minnt á fyr­ir­heit rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að veita Vest­fjörðum for­gang við upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra innviða, til þess að bjarga byggð og at­vinnu­lífi. Hörður Sig­tryggs­son á Þing­eyri er einn þeirra sem stend­ur fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un­inni. Hann seg­ir að und­ir­tekt­ir hafi verið mjög góðar.

Und­ir­skriftal­ist­ar liggja nú þegar frammi í versl­un­um og á þjón­ustu­stöðum á Þing­eyri, Flat­eyri, Suður­eyri, Ísaf­irði og í Bol­ung­ar­vík. Þá eru list­ar á leiðinni á aðra staði, svo sem á Pat­reks­firði, Bíldu­dal og Tálknafirði. Átt­haga­fé­lög Vest­f­irðinga hafa sýnt mál­inu áhuga og verða þeim send­ir list­ar, þannig að brott­flutt­ir Vest­f­irðing­ar geti líka tekið þátt í ákall­inu um Dýra­fjarðargöng. „Nú ligg­ur mikið við. Sam­einaðir stönd­um vér, sundraðir föll­um vér," seg­ir Hörður Sig­tryggs­son í sam­tali við skut­ul.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert