Grænn apríl skorar á alla Reykvíkinga að fara út með einn svartan ruslapoka og fylla hann af drasli og rusli sem er að finna í næsta nágrenni á sunnudag.
Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lýsa yfir mikilli ánægju með framtakið Grænn apríl og átaksverkefnið sem nefnist Svarti pokinn og hvetur alla íbúa til að taka þátt á sunnudag.
„Umgengnin í Reykjavik er til háborinnar skammar. Förum því öll út með ruslapoka kl. 12:30 á sunnudaginn því sameiginlega getum við gert kraftaverk,“ segir í tilkynningu frá Íbúasamtökum Miðborgar.
Hægt er að skrá sig hér og lesa nánar